Jæja þá er þessari hátíðlegu verðlaunaafhendingu lokið, margir hafa talað við mig í síma, bæði vinir og kunningjar og allir rosa áhyggjufullir yfir því að ég sé þunglyndur, því ég vann ekki. En eins og svo margir, vissi ég alveg að frettir.is mundi vinna. Ekki það að hún hafi verið besta einstaklingssíða (reyndar viðurkenndu þeir að hún væri ekkert einstaklingssíða en af einhverjum ástæðum fékk hún samt verðlaunin fyir það), heldur var nokkuð augljóst að svona rosalega íslenskt dæmi yrði að vinna þó að enginn tæki við verðlaununum.
Mér brá mikið þegar Baggalútur vann sem besta afþreyingarvefurinn, ekki það að ég hafi ekki verið ánægður heldur hafði ég búið mig undir það að sjá Núma, Enter, Kaktuz, Spesa, Myglar og Dr. Herbert H. Fritzherbert mæta en í staðinn komu fremur ungir menn. Ekki hafði mér dottið það í hug.
EN hugi.is var valinn besti íslenski vefurinn og tel ég mig mega vera ánægðan með það enda hvað væri hugi.is ef við værum ekki hér?
<br><br><b>kv. sbs </b><br>Verndar þig frá undirskriftum dauðans! | <a href="http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a