Meistari hvolpanna??? Guð minn góður hvað þú ert nú vitlaus. Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Master of Puppets. Það lag hefur einn snilldarlegasta texta sem hefur litið ljósið í rokkheiminum, FYRR OG SÍÐAR. Hlustaðu á textann, eða lestu hann, það er að segja ef þú hefur enskukunnáttuna í það (puppets-puppies).
Don't get me wrong, mér finnst Creed fínir. Reyndar bara einn diskur, My own prison. En ég hef engan rétt á að segja að Creed sé lélegri hljómsveit heldur en Metallica. Það fer allt eftir smekk. En smekkur fólks getur verið misgóður ;).
Og vanþekking þín á þessu öllu saman gerir það að verkum að það tekur þig enginn alvarlega. Ef það er það sem þú vilt, legg ég til að þu hættir að þursast og breytir þessum bæði heimskulegu og asnalegu viðhorfum þínum. Þá FYRST getur fólk farið að taka þig alvarlega.
Og eins og Llithi sagði, hlustaðu á One og fleiri lög, og hlustaðu á snilldartexta, snilldarspilun, og above all, snilldartónlist. Það er reyndar ekki hægt að segja með nýja efnið, því það eru ekki allir sem fíla það. Ég geri það hins vegar og flokka það þess vegna í sama flokk. En það er mitt álit, og ekki er ég að segja að það sé æðra allra annarra skoðunum. Og það er annað en þú gerir, fan.
Og ef þú lítur aðeins raunsætt á málið. Hvor hljómsveitin hefur haft meiri áhrif á rokkið, Metallica eða Creed ? Ég held það séu nú langflestir sammála. Metallica hefur átt sinn þátt í að móta rokksöguna. Hvað hefur Creed gert? Voðalega lítið. Ef við myndum stroka Creed út úr rokksögunni, það myndi ekkert breytast, annað en að þrjár breiðskífur yrðu teknar úr hillum plötuverslanna, og vinsældarlisti FM-957 myndi breytast örlítið.
Og þetta viðtal sem þú vitnar í. Ég hef aldrei heyrt annað eins kjaftæði. T.d. er Lars Ulrich , trommuleikari Metallica mikill, og þá meina ég mikill aðdáandi Deep Purple, og hann myndi fyrr deyja en að láta slíkt út úr sér. Þeir bera allir mikla virðingu fyrir Deep Purple. Þetta viðtal þitt hefur við ENGIN rök að styðjast, nema þín rök, og ég held að fáir taki mark á þeim. Þú kannski veist ekki betur, og ættum við ekki að vera að bögga þig á því. Þú getur ekki mikið gert að eigin fávísu.
Svaraðu þessu eftir bestu getu, fan.