Nú er ég í vandræðum…
Málið er að ég er með Soundblaster Audigy kort og Hercules 5.1 hátalarakerfi. Fremstu þrjá hátalarana (Center, Left, Right) er ég með mjög nálægt skjánum en hina tvo (Rear Left og Rear Right) þurfti ég að setja mun lengra frá mér en hina. Sem gerir það að verkum að ég heyri nánast ekkert í aftari hátölurum. Ég lagaði þetta áður með því að stilla pan-ið á hljóðinu í gegnum Creative Mixerinn sem fylgdi með hljókortinu en nú neyddist ég til að formatta um daginn og virðist hafa verið nógu vitlaus til að týna disknum…
Nú spyr ég: Ef þið eigið 5.1 hátalarakerfi og þurfið að stilla t.d. aftari tvo aðeins hærra til að hljóðið komi jafn hátt til þín frá öllum, hvaða forrit notið þið til þess?
Zedlic<br><br>
…og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði