Ég þoli ekki enskukennarann min í menntó. Þetta er svona náungi sem er alveg kolbrjálaður og eitthvað veill á geði en þess á milli vill hann vera voða næs og allaf að spyrja okkur hvernig lífið gangi.
“Hvað ætlið þið að gera um helgina”, “
Ertu hamingjusamur”
“Vitið þið að reykingar skemma lungun”.
Og lætur spurninguna ganga um bekkin, þar sem er vægast sagt óþolandi lið og svara öllum, þessum spurningum skilmerkilega, segir nákvæmlega hvað það ætlar að gera um helgina, röflar um eigin hamingju eða óhamingju heillengi. Svo þegar spurningin kemur að mér, svara ég helst með einsatkvæðisorðum. “Hvernig gengur lífið?” ég: “vel”. “stundar þú hjólreiðar” ég :”nei”. “hvað ætlar þú að gera um helgina” ég : “kemur þér ekkert við”.
Einu sinni tók hann mig fyiri því ég reyki, teiknaði mynd á töfluna af tjörunni í lungunum mínum og spurði í sífellu afhverju ég reykti þó ég vissi að það væri óhollt. Ég sagði að það væri ekki hans mál.
Ég er ekkert í þessum skóla til að halda uppi samræðum við þennan mann um mitt líf. Ekki langar mig neitt að vita hvort hann sé hamingjusamur, og er slétt sama.