Jæja, það sem ég er að fara að biðja um gæti sumum hætt að rugla saman við warez eða ólöglega copíun á cd-um en svo er ekki.
Málið er að ég á allnokkra leiki alla löglega keipta og það pirrar mig nokkuð að í hvert skipti sem ég skipti um leik þarf ég að skipta um geisladisk.
Ég geri mér grein fyrir að það þarf að nota einhverskonar hack á leikinn til að hann haldi að diskurinn sé í en það vil ég setja undir svokallað “white hacking” eða ég er með öðrum orðum ekki að gera einum né neinum neinn skaða með þessu.
Fyrir ykkur sem ég veit að eiga eftir að vilja brenna mig á krossi fyrir að minnast á þetta eða verra vil ég biðja ykkur að hugleiða eftirfarandi atriði:
* Hvaða skaða er ég að gera framleiðandanum (blizzard td.) þegar ég er nú þegar búinn að kaupa leikinn á yfir 4000 kr. skiptir það þá höfuðmáli hvort diskurinn er færður frá a til b inní herberginu míni í hvert skipti sem ég vil skipta um leik? nei.
* Hvaða vittrega manni datt þetta í hug til að byrja með? spáið í ef að í hvert skipti sem eitthvað annað forrit en leikur þyrfti á keiringu að halda þyrfti að setja inn einhvern geisladisk? Ég nefni sem dæmi notepad, photoshop, acrobat osf.
<br><br>-Friðu