Af hverju er ekki hægt að sjá stöðuna í hraðbönkum nema að það prentist út kvittun? Það er óþolandi að fara í hraðbanka til þess að sjá hver innistæðan er svo maður sé ekki að kaupa mat sem maður á ekki fyrir.

Af hverju er vefstjóra Verzlunarskóla Íslands illa við að fólk sé að fara á Huga.is??? Hann hefur lokað á Huga.is og gerði það líka í fyrra en lét undan þrýstingi og opnaði Huga.is aftur þá. Ég vona að slíkt hið sama muni gerast í ár. Þetta er ómannúðlegt sér í lagi þegar ég er að borga nálægt 60.000,- í skólagjöld.