Lyklavandræði!
Jæja núna er laugardagurinn kominn og reality rears it ugly head, nývaknaður samt úrvinda ennþá. Ég fer að muna fyrstu hlutina frá gærkvöldi og rifja upp eitthvað ball á Gauk á stöng og núna man ég að ég er búinn að týna lyklunum og ég að vekja húsráðandann til að hleypa mér inn, ég get ekki farið neitt á bílnum vantar lyklana að honum þannig að ég er fastur hérna heima uppí rúmi. Ég eldaði mér áðan svona burritos og braut í leiðinni einn disk :/ ég alveg rosalega duglegur! var samt frekar illa eldað hjá mér. Næsta sem ég veit að það er bankað uppá hjá mér og það er félagi minn og hann hefur greinilega fundið matarlyktina og er strax sestur að snæðingi og byrjaður að drekka frissa fríska sem ég var að spara handa mér þar sem ég hætti að drekka kók fyrir 3 vikum. Við félagarnir sitjum núna og horfum á bíórásina á mynd sem heitir Hanging up og erum að tala um hvað Meg Ryan er flott og sæt, alveg staurblankir, þreyttir og furðulegir. Mér líður frekar illa yfir að hafa týnd lyklunum mínum vegna þess að þannig litlir hlutir geta skemmt fyrir mér heilan dag, ég meina lyklarnir mínir þetta er mitt líf ég nota þá svo rosalega oft á dag en núna eru þeir týndir og ég er dapur. =(