Ég þarf að fá eitthvað vottorð frá heilsulækninum mínum þannig að ég hringdi í heilsugæslustöðina og ætlaði að panta tíma.
Hentaði mér vel að fara eftir hádegi á föstudegi en þá segir konan “hann er ekki við þá” og ég spyr hvort það sé möguleiki á fimmtudeginum og hún segir “hann er heldur ekki við þá”.

Hvað eru þeir alltaf að kvarta? Ég mundi alveg vilja fá svona há laun eins og þeir eru að fá og mega svo fara heim um hádegi. Ættu þeir ekki allaveganna að geta unnið venjulegan vinnutíma? Eða er þetta svo rosalega erfitt að skrifa lyfseðla, vottorð og spyrja sjúklingana hvað sé að?

Bara að pæla..
=)