ég var á gangi í kringlunni í dag og gekk framhjá einhverju sviði sem hafði verið sett upp og verið var að halda tískusýningu(eitthvað UN, s.s sameinuðu þjóðirnar) á. þegar ég kem fyrst að þessu er verið að spila eitthvað leiðinlegt teknódrasl sem einkennir oft svona tískusýningar. en síðan er skipt um lag, og hvaða lag byrjar? jújú, lagið Mycerona með The Kneck. ég hugsaði með mér að þetta væri nú undarlegt að þeir skyldu spila það á tískusýningu, og fannst það sosem alltílagi.
en þá kemur að því þegar söngurinn í laginu byrjar, og þá er það bara einhver píkupopp-söngkona að syngja! og ég held meira segja að hún hafi sungið einhvern annann texta en er í upprunalega laginu. og ekki nóg með það að gítarriffinu og öllu því hafi verið stolið, heldur var viðlagið líka tekið úr útgáfu The Kneck!
og þá spyr ég, er ekki nóg með að þetta fólk framleiði sinn eiginn skít, þarf alltaf að vera að taka gömul lög og breyta þeim í einhver furðuleg afskrípi? hvað er að fólki?<br><br>——————————

ruglubulli 2002
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————