Yfirvöld í Köln í Þýskalandi hafa hafnað beiðni frá tyrknesku pari sem óskaði eftir því að láta nýfæddan son sinn heita Osama bin Laden. Mehmet Cengiz, faðir drengsins, sagði við fréttamann RTL-sjónvarpsstöðvarinnar að Osama bin Laden væri mikill mikill maður. “Hann er góður fulltrúi síns fólks og þeirrar menningar sem hann tilheyrir,” sagði Cengiz, sem er atvinnulaus vöruflutningabílstjóri.
Samkvæmt þýskum lögum er foreldrum óheimilt að skíra börn sín nöfnum sem geta smánað þau eða þeirra uppruna. Borgaryfirvöld í Köln höfnuðu því að barnið, sem er fætt í júlí, fengi að heita Osama bin Laden á þeim forsendum. Foreldrarnir geta hins vegar skotið máli sínu fyrir dómstóla, en Þýsk lög heimila erlend nöfn ef þau eru viðurkennd í fjölskyldum heimalandsins.