Þetta er ekki alveg rétt hjá þér chaves.. en HDTV byður uppá aðalega 3 valmöguleika um útsendingu, þá 480 (proggresive), 720 (progressive) eða 1080 (interlace).
Staðalinn er samt 720i.
Munurinn á Proggresive og interlaced er að í proggresive scan þá eru ALLAR línurnar sýndar í hverjum ramma (í NTSC eru 30 rammar á sek, 25 á sek í PAL), en í interlaced þá er önnurhver lina synd í öðrumhvorum rammanum, þannig að í raun er ekki um fulla upplausn að ræða.
Interlaced er staðallinn ídag bæði í pal og ntsc (og secam) löndum, þótt það séu til tæki (linutvöfaldari) til að fá proggresive scan út úr dvd diskum idag. Sérstaklega sniðugt ef þú ert með plasmasjónvarp eða myndvarpa.
En HDTV á að vera komið í útsendingu hjá öllum sjónvarpsstöðum í USA árið 2007 minnir mig.
Núþegar eru flest öll stóru “networkin” í usa (td fox, cbs, hbo) með digital útsendingar lika.
Til gamans má geta að heimsheistaramótið í fótbolta núna í ár var fyrsti stórirþóttaviðurðurinn sem var algerlega tekin upp í HDTV.
En eins og chaves segir þá eru kanarnir ekki alveg bunir að ákveða HDTV staðalinn og núna er hætta á að þeir breiti honum eitthvað vegna hræðslu þeirra við ólögleg afritun af efninu… mjög fúllt fyrir þá sem hafa þegar keypt sér nýtt svona sjónvarp…