Lög eru alltaf óljós. Þannig eru þau viljandi til þess að eitthvert rúm sé fyrir túlkunaratriði. Þú verður að spyrja réttarfarsheimspekinga hvers vegna en þannig er það.
Einhvers staðar í lögunum grunar mig samt að kunni að greina frá banni við illri meðferð dýra. Og í stjórnarskrá landsins er meira að segja talað um að ekki megi fremja eða kenna neitt sem gagnstætt er góðu siðferði og allsherjarreglu. Ég tel að það eigi við um illa meðferð á skepnum. En þessi klausa í stjórnarskránni er loðin og þannig er hún líka höfð viljandi.
Nú, rétt er það, sem þú bendir á, að það er rógburður og það refsiverður að bendla menn opinberlega við lögbrot sem ekki hafa brotið af sér. Og ekki er ólöglegt að rækta og selja dýr. Hins vegar er ekki ljóst hvort dýrin sem þarna er talað um sæti illri meðferð eða ekki. Það er vissulega ýjað að því. En ekki veit ég hvort það sé satt. Ég þekki ekki nákvæmlega reglurnar um dýrahald af þessu tagi og hef ekki séð þarna aðstöðuna. Og þessi heimasíða er e.t.v. smekklaus. En það er ekki okkar að meta hvort það sem þarna stendur er rétt eða ekki, heldur þar til gerðum yfirvöldum (heilbrigðiseftirliti t.d. eða viðkomandi sýslumanni?). En ef svo væri að einhverjar reglur væru þarna brotnar þá er ekki rangt að benda á það (þótt - eins og ég sagði - síðan kunni að vera smekklaus).<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________