Ég veit að það er ekki oft komið með mjög persónulega grein inn á huga.is, en ég ætla samt að skrifa um svolítið sem mér finnst vera mikilvægt að tala um!

Ég var að að borða kvöldmatinn eitt kvöldið og fékk mér svo ís í eftirrétt, þegar ég ætlaði að fara inn í herbergið mitt til að klára að senda tölvupóst til vinkonu minnar, þá var systir mín að gera eitthvað í tölvunni minni, svo að ég ákvað að borða frekar ísinn minn í eldhúsinu þangað til systir mín væri búið að gera það sem hún gerði í tölvunni minni. Allt í lagi! svo þegar ég sest niður í eldhúsinu, þá kemur mamma mín og fer að spyrja ýmsar spurningar um skólann minn sem ég var búinn að svara hundrað sinnum áður! ég svara henni stuttlega vegna þess að hún hefur spyrt mig sömu spurningum áður. Svo þegar ég ætlaði að fara inn í herbergið mitt til að fara í tölvunni, þá sagði mamma mín eitthvað á eftir mér, og ég var ekki viss um að hún var að tala við mig eða við bræður mína. Svo þegar ég sest við tölvunni og var að klára afganginn af ísnum sem ég var með, þá kemur mamma mín og kallar mig “dóna”, fyrir að gefa skítt í hana. Þá spyr ég hvað sé að, þá segir hún að ég hafi sært tilfinningar sínar að ég skulli hafa yfirgefið matarborðið án þess að segja að ég var á leiðinni inn í herbergið mitt.

Ég hef oft farið á klósetið og inn í herbergið mitt án þess að láta foreldra mína vita, vegna þess að íbúðin er ekki það stór að maður getur ekki séð eða heyrt hvar allir eru, auk þess var svo mikið hlé frá síðustu spurningu sem hún spurði og frá því að ég stóð upp og fór inn í herbergið mitt, að ég héld að samræðum okkar væri lokið.

Svo atburður hefur ekki gerst í mörg ár, en allt í einu var ég kallaður dóni fyrir að segja ekki í hvaða herbergi ég ætlaði borða ísinn minn þennan ákveðna dag!

Svo er það líka þannig að mamma ræður öllu á heimilinu, og jafnvel gengið svo lang að hún þykist geta 100% séð muninn á réttu og röngu í öllum málum. Þess vegna á mamma mín ekki neitt rosalega margar vinkonur, vegna þess að hún dæmir fólk eftir útliti eða eftir einu atburði!

Svo langaði mér að spyrja ykkur hér á hugi.is, upplifið þið stundum svona atburði???