Ja, hann vinur minn Spesi á Baggalútum sagði þetta nú best
“Laugardaginn tók ég sérstaklega frá fyrir Menningarnóttina. Það var í mér mikil tillhlökkun, enda er ég sérlega menningarvænn maður, sérstaklega þegar hámenning er annars vegar.
Því varði ég laugardeginum heima fyrir við að lesa í Ódysseifskviðu, hlustandi á Niflungahring Wagners og dreypi á Chateau Mouton-Rothschild til að hita mig upp fyrir menninguna í miðbænum. Rétt fyrir miðnætti hélt ég síðan niður í bæ, tilbúinn til að drekka í mig það helsta sem borgin mín hefur upp á að bjóða.
En viti menn! Þegar í bæinn var komið mættu mér eintóm börn, flestöll stjörf af ölvun. Hvergi sást né heyrðist vottur af því sem alla jafna telst menning. Ég er ekki vanur að umgangast börn öðruvísi en að þau séu í umsjá foreldra sinna, hvað þá í því magni og ástandi og þarna var að finna. Forðaði ég mér því heim til mín hið snarasta og lagðist fyrir, enda gekk þessi bæjarferð mín ansi nærri sálu minni.
Síðar frétti ég að dagskrá Menningarnætur hefði hafist um daginn og verið lokið fljótlega eftir klukkan 23 um kvöldið! Kemur það mér nokkuð spánskt fyrir sjónir að kalla megi viðburð sem þennan Menningarnótt, þegar dagskránni er lokið þá er nóttin loksins kemur…”<br><br><b>kv. sbs </b><br>"the man, the myth, the misunderstanding" | <a href="
http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a