Ég hef verið að skoða Huga.is og farið á hvert áhugamálið á fætur öðru og það er alveg ljóst að það þarf að fara að taka hér til.

Það eru langflest áhugamál sem eru með 1-2 nýjar greinar á mánuði og mörg sem ekki fá nýjar greinar.

Það er kannski ekkert skrítið þar sem það er varla hægt að senda inn grein án þess að hún sé gagnrýnd. Trekk í trekk eru nýliðar að reyna fyrir sér með greinum og sumar komast inn aðrar ekki. Þær sem komast inn eru flestar umsvifalaust rakkaðar niður og fólki sagt að þetta hafi nú komið áður, stafsetningin sé léleg og málfræðin sömuleiðis eða þá að fólk eigi ekki að vera að tala um það sem það þekkir ekki.
Þetta verður til þess að fólk hættir að nenna að senda inn.

Korkarnir, úff, ekki eru þeir skárri. Það má ekki senda inn kork á forsíðuna öðru vísi en að vera kallaður stigahóra. Eru ekki tvö stig fyrir kork? Þá þarf bara um 9000 korka til þess að komast á “ofurhugalistann.”

Hvað er svo málið með heimasíðuna? Heima er ég með 56k módem og það er alveg hræðilegt að reyna að vafra hér, þetta er svo lengi.

Með von um að fólk bæti aðeins andann hér og geri nýliðum auðveldara að geta tjáð sig.