Stærsta útihátíð fjölskyldunnar -Galtalækur 2002
Lítið eitt um söguna
Á síðastliðnum 35 árum hefur myndast sterk hefð fyrir útihátíð í Galtalækjarskógi sem IOGT hefur haldið. Þessi mót hafa hlotið viðurkenningu landans fyrir það forvarnarstarf sem þar hefur verið unnið. Galtalækur hefur verið eina mótið þar sem dagskrá og aðstaða er með markvissum hætti höfðuð til barnsins, unglingsins, foreldranna, afa og ömmu!
Aukin samkeppni - betra verð
Vegna stöðugt aukinnar samkeppni um þessa helgi hefur þetta mót verið á nokkru undanhaldi en nú hafa mótshaldarar ákveðið að snúa vörn í sókn með íburðarmikilli hátíð þar sem aðgangur er boðinn á mjög sanngjörnu verði. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn, 13-15 ára greiða 5.000 krónur í forsölu og 16 ára og eldri greiða 5.800 í forsölu. Forsala er í verslunum Hagkaupa. (Almennt verð er: Börn frítt, 13-15 ára 5.500 og 16 ára og eldri 6.500.
Stuðmenn
Stuðmenn hafa stigið fram og munu leiða, ásamt fjölda þekktra skemmtikrafta, útihátíð um verslunarmannahelgina. Að fenginni reynslu meðlima Stuðmanna sem um árabil hafa tekið börn sín með sér á útihátíðar víðs vegar um landið, er það nú yfirlýst markmið þeirra og mótshaldara að börn , unglingar, pabbi og mamma, afi og amma geti sameinast í hinum gullfallega Galtalækjarskógi og notið samvista sem aldrei fyrr.
Dagskráin
STUÐMENN, JÓN GNARR, HELGA BRAGA, Í SVÖRTUM FÖTUM, XXX ROTTWEILERHUNDAR, SPAUGSTOFUMENN, ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR, DIDDÚ, BOTNLEÐJA, HEKLUGANGA, BARNADANSLEIKIR, POPPMESSA, HARMONIKKUBÖLL, FLUGELDASÝNINGAR, VARÐELDUR, TRÚÐAR, FURÐUVERUR, 10 UNGLINGAHLJÓMSVEITIR og fjölmargir aðrir listamenn munu halda uppi stemningunni þessa verslunarmannahelgi. En hvergi á landinu er aðstaða til útivistar og fagnaðar af þessu tagi jafn góð þar sem verið er að byggja nýtt risasvið fyrir hátíðahöldin. Hægt er að fara á hestbak, í siglingar, gönguferðir og margt fleira.
BÆTT ÚTIHÁTÍÐARMENNING
Galtalækjarmótin hafa verið til fyrirmyndar um rekstur og skipulag útihátíða um verslunarmannahelgi. Mikil reynsla, gott skipulag og eftirlit ásamt einstakri aðstöðu til útihátíðahalds er lykillinn að því hversu vel hefur tekist til. Með því að halda til haga aðstöðunni í Galtalækjarskógi hefur orðið til raunverulegur og spennandi valkostur fyrir fjölskyldufólk sem kýs að fara með börnin sín og unglinga á útihátíð þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Flestir eru sammála um að farsælast sé að halda fjölskylduútihátíð um verslunarmannahelgina án vímuefna og GALTALÆKUR verður áfram í fararbroddi í þessum efnum.
<br><br><img src="
http://www.hugi.is/info/garfield.gif“ alt=”MÚHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA"