Smá saga úr lífi mínu
Á hverju ári í skólanum er farið í trjáplöntun rétt fyrir utan bæinn. Þetta ár voru byggingaframkvæmdir á leiðinni sem var labbað en allir gengu bara í gegnum svæðið. Á bakaleiðinni var ég að spjalla við vininn og fórum við þá framhjá stafla af gömlum spýtum (naglarnir uppávið!). Við sögðum eitthvað um hversu heimskulegt það væri að trampa á þessu viljand. Og viti menn, einn pattinn úr 1. bekk heyrði í okkur. Hvað gerði hann? Trampaði auðvitað á einni spýtunni - fékk fjóra ryðgaða nagla beint í gegnum fótinn! Talandi um heimsku!!!