Ég er ekki mikið fyrir að tjá mig hérna en ég gat bara ekki orða bundist. Mér finnst oft á tíðum alveg til skammar hvað fólk getur tuðað yfir öllu hérna og ráðast á hina og þessa og segja eitthvað sem mér finnst óviðeigandi. Margar kannanir illa gerðar en ég bara gapti þegar ég fór inn á áhugamálið “hestar” og sá þessa könnun gerða af admin þar
“Er það samsæri gegn Tigris88 að bæði Zaluki og Catgirl skuli hætta daginn sem að hann verður admin hér á hestum?”
Svo þessi svör við greinum
“Re: Landsmót íslenska hestsins
tigris88 þann 15. júlí - 11:58
Iss.
Ég sendi einusinni inn grein sem var lengri en þetta og hún var send á korkinn.
Er fólki eitthvað mismunað hérna? ”
“Re: Spurning til ykkar allra.
tigris88 þann 15. júlí - 20:57
Afsakið mig, en þetta átti alls ekki að vera grein heldur korkur.
Ég er bara svo nýr í þessu admina máli að ég kann ekkert á þetta.”
Ég er ekki mikið hérna, stunda bara 3 áhugamál að viti og hef aldrei séð annan eins barnaskap hérna. Hvaða þroskastig hefur eiginlega manneskja sem semur svona könnun, svarar grein svona og kann ekki muninn á að senda inn grein og kork. ( ég hef sent inn eina grein og þetta er fyrsti korkuinn minn en ég lenti ekki í neinum vandræðum með þetta og hann er talsvert reyndari hérna en ég )
Þarf maður ekki að uppfylla eitthvað þroskastig hérna til að geta stjórnað áhugamáli eða get ég látið 2 mánaða dóttur mína fá að stjórna áhugamáli hérna ?