Ég er hérna nývaknaður og farinn í tölvunna og var að skoða fréttir á mbl.is og athuga hvort eitthvað hafi gerst! þar sé ég þetta
Innlent| 10.7.2002 | 07:45
<b>Lögreglumenn bjarga kanínu úr klóm þriggja katta</b>
Vaskir lögreglumenn björguðu kanínu úr klóm katta í Grafarvogi í Reykjavík um tvöleytið í nótt. Kanínan var á harðahlaupum undan þremur köttum þegar lögreglumenn komu auga á hana. Þeir færðu hana á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Kanínan var mjög skelkuð en jafnaði sig fljótlega. Lögreglumenn hafa gefið henni gulrætur að eta. Þeir vonast til þess að eigendurnir gefi sig fljótlega fram.
Hverjum er ekki sama þótt löggan hafi bjargað kanínu???
Hefur löggan ekkert annað að gera en að bjarga kanínu??
og afhverju að setja þetta á mbl.is?????????