Ég keypti einu sinni svona tölvu penna í BT, fór með hann heim en hann virkaði ekki. Fór með hann til BT og vildi bara skila honum “sko, þú verður fyrst að fara með hann í verkstæðið til að athuga hvort eitthvað sé að honum áður en þú mátt skila honum…”. Ég fór með hann í verkstæðið, kom tveimur dögum seinna þangað “sko, það er eitthvað sambandsleysi í honum en ekkert sem ætti að hafa áhrif á framistöðu hans…, hér er reikningur uppá 5000 krónur!” Ég sagði að ég hafði keypt þetta fyrir minna en viku og penninn er í eins árs ábyrgð “já, sko, hann er í ábyrgð hjá BT en við erum ekki BT við erum bara með verkstæði fyrir þá…, en ef þú ferð með þessa kvittun til BT þá geturðu skilað honum. Ég fór svo með pennann til BT og vildi skila honum ”sko, þeir segja að það sé eitthvað að honum svo við getum ekki tekið við honum…“ ég gafst þá upp og sagði að ég mundi láta eitthvern annan sjá um þetta fyrir mig, t.d. (æji samtökin sem maður sendir kvörtun yfir verslanir til), þá sagði hann ”sko, já við getum tekið við þessu aftur en þú verður að fá innlegsnótu“ ég tók við henni og gaf frænda mínum hana, vil ekki láta sjá mig í þessari verslun aftur.<br><br><b>kv. sbs </b><br>"the man, the myth, the misunderstanding" | <a href=”
http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a