Ég held nú að Falun Gong sé aðallega bara hugleiðsla + leikfimi.
En segjum að ég hafi rangt fyrir mér og þeir séu bara að þykjast vera sakleysislegir hugleiðslugaurar en ætli í raun og veru að taka yfir Kína eins og einhverjir Kínverjar voru að þrugla?
Hvað með það þá? Kommúnismi er nú ekkert frábær, sæmileg hugmynd svo sem en hefur aldrei virkað og mun varla taka upp á því, en því miður er erfitt að losna við hann þegar hann er kominn á einhvers staðar. Hins vegar ef einhver niðurrifsöfl væru þarna, segjum að Falun Gong væri slíkt, þá væri auðveldara fyrir betri menn að komast að seinna þegar einhver annar hefði séð um niðurrifsstarfsemina, leikfimikallar eða aðrir. Svo það væri kannski bara fínt?
Æ, kommúnismi er ömurlegur, en því miður fyrir Kínverja kannski er Falun Gong langlíklegast bara einhver hugleiðsla. Það hlýtur að vera ömurlegt að fæðast í landi eins og Kína, ekkert að gera og hundleiðinlegt afþví það má ekkert hreyfa sig fyrir þessum kommúnistum og svo falla allir kylliflatir fyrir einhverri leikfimi af eintómum leiðindum býst ég við. Fólkið þarna vinnur víst svo mikið að það hefur fæst tíma til að borða, það hakkar bara í sig matinn og finnst Evrópubúar stór undarlegir út af því hvað þeir borða hægt, enda vinna þeir ekki allan daginn og hafa tíma til að borða.
Sem sagt þessir þrælar þarna í Kína eiga sér líklega margir ekkert líf fyrir utan Falun Gong, enda taka æfingarnar víst ekki langan tíma, þá gæti enginn gert þær sem vildi ekki svellta í hel, þar sem allir þurfa stanslaust að vera að vinna þarna og foreldrar hitta börnin sín næstum aldrei. Kínverjar fá margir mikið sjokk við að fara til Evrópu, eins og við kvörtum sjálf um stress, og finnst við öll hreyfa okkur í slow motion, gera allt svo hægt og hafa allan tíma í heiminum fyrir okkur sjálf.