Tekið af asatru.is.
Ásatrúarfélagið var stofnað fyrsta sumardag 1972. Stofnfélagar voru tólf. Á framhaldsstofnfundi litlu síðar voru félagar orðnir 36, þar var Sveinbjörn Beinteinsson kjörinn allsherjargoði. Nær ár leið uns Ásatrúin var viðurkennd sem fullgild trúarbrögð. Sú saga er þannig að Sveinbjörn fór á fund forsætis og dómsmálaráðherra, við annan mann og fannst fátt um svör. Þegar hann gekk út með þjósti nokkru og lokaðu hurðum eigi blíðlega brá svo við að eldingu sló niður og myrkvaði Stjórnarráðshúsið og reyndar miðbæinn allan. Nokkrum dögum seinna var gengið frá löggildingunni og síðan hefur ekki slegið niður eldingu í Reykjavík. Félagar voru um áttatíu við löggildinguna þeim hefur fjölgað hægt og bítandi í gegnum árin en mest á undanförnum sex árum. Árið 1994 var fjölgunin yfir 30%, Síðan hefur fjölgunin verið 15-25% á ári og eru félagar nú við aldahvörf um 400. Stjórn Ásatrúarfélagsins er skipuð goðum og fimm kjörnum fulltrúum, sem mynda framkvæmdastjórn fyrir henni fer lögsögumaður, sem fer með framkvæmdavald í félaginu í öllum veraldlegum málum.
Nei samkvæmt þessu eru aðeins fleiri en 20 sem stunda þessa trú ;)
<br><br><b>Kv. EstHer</b><br> <img src="
http://www.barnaland.is/album/img/1023318707593_1.jpg“>
– Sendu mér <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=EstHerP&syna=msg“>skilaboð</a> eða <a href=”mailto:esther1@simnet.is">e-mail</a