Jújújújú
Ég vaknaði einn morguninn, fann að eitthvað straukst við maga minn. Ég vildi ekki opna augun. Hvað var þarna? Eitthvað óargadýr eða var þetta bara sængin. Ég fann hvernig sólargeislarnir reyndu að stinga sér í gegnum augnlokin. Augun reyndu að gefa eftir en hugurinn sagði annað. Hvað gat ég gert? Ég fann að þunginn á maganum á mér varð meiri og meiri. Einsog bók eða kindabyssa nema að þetta stökk upp og niður, hvorki bækur né kindabyssur geta það. Ég reyndi að berjast á móti sólargeislunum og forvitninni en loks gafst ég upp. Ég reyndi að opna augun eins rólega og ég gat. Augnlokin færðust upp og ég sá eitthvað, eitthvað grænt. Það var móðukennt því ég neitaði að opna augun til fulls. Hvað var þetta eiginlega? Grænt skrímsli sem skoppaði ofan á mér. Loks gafst ég upp og opnaði augun. Þá blasti við mér sjón sem ég hef aldrei getað ímyndað mér. Ofan á maganum mínum var maður, lítill maður í grænum fötum. Þetta var búálfur. Hann talaði um gullið sitt. Hvaða gull? Þá mundi ég loksins hvað hann var að tala um. Ég hafði farið til Írlands stuttu áður og hafði fundið pott af gulli. Gamall maður hafði sagt mér að það væri ekki þess virði en ég hlustaði ekki á hann. Ég vildi eiga gullið. Sá á gull sem finnur sagði ég við gamla manninn og fór á brott. Hann öskraði einhverju að mér en ég hlustaði ekki. Ég hafði fengið gull. En núna var búálfur kominn. Hann vildi gullið sem ég hafði tekið og eytt í fríhöfninni, ég hafði keypt mér nokkur hundruð karton af rauðu extra tyggjói. Hvað gat ég gert, búálfurinn virtist reyður. Ég ákvað að gera það eina sem ég gat, ég stóð upp. Búálfurinn veltist á gólfið því hann datt af maganum þegar ég stóð upp. Ég tók í hann, lyfti honum upp og opnaði gluggann. Hann öskraði á einhverju máli sem ég skildi ekki. Loks henti ég honum út. Hann lenti á götunni en virtist ómeiddur. Mér brá svolítið, hvað gerir hann nú? Nú hef ég stolið gulli og hent honum út um gluggann en hann er ennþá í fullu fjöri. Hann hélt áfram öskrunum og stóð á miðri götunni, bablandi á framandi máli. Ég gæti trúað að hann hafi verið að fremja galdur einhvern illan galdur sem gerði mig að ófreskju. Hann stóð upp og benti á mig, öskrandi að mér. Hvað gerist nú, spurði ég mig. Til allrahamingju kom trukkur og keyrði hann niður. Eina sem var eftir var græn klessa. Græn búálfa klessa.. <br><br><b>kv. sbs </b><br>"the man, the myth, the misunderstanding" | <a href="
http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a