Ég held að það sé alltof erfitt að velja hugara ársins. Ég meina, hver fylgist með á <i>öllum</i> áhugamálum? Hver ætti þá að hafa yfirsýn yfir þau öll og alla hugarana?
Hugari mánaðarins á hverju áhugamáli fyrir sig væri nær lagi (þú ert kannski að tala um það?) En mér finnst samt að það ætti frekar að draga úr samkeppninni hérna en að auka hana. Það er búið að vera nóg vesen með stig og ofurhugalista. Og það er bókað að það verður einhverjum metnaðarmál að verða hugari mánaðarins á tilteknu áhugamáli eða jafnvel tvo mánuði í röð. Þarf virkilega að auka samkeppnina?<br><br>_____________________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________