þarna um eineltið.
Fólk sem sker sig ískyggilega úr er lagt í einelti, það er bara staðreynd. T.d. feitir, fólk með gleraugu, málhaltir, heimskir ofl.
Ef mér finnst einhver leiðinlegur, þá reyni ég bara að láta viðkomandi í friði, forðast jafnvel. Ef viðkomandi er að nokkurnveginn “stokka” mann þá er kurteisin besta leiðin til að losna. Ef viðkomandi biður um far, þá segjast vera í fara í hina áttina.
Er það einelti? nei, einelti er þegar einn einstaklingur er tekinn fyrir og gert að honum grín. Þetta skapar ákveðna minnimáttar tilfinningu, besta leiðin er:
1. ef “skotið” er á þig, að reyna að skjóta til baka og reyna að taka gríni, í 90% tilfella er ekkert illt meint með því sem fólk segir. (kemur með æfingunni)
2. ef þér er sagt að þegja, segja viðkomandi bara að segja sjálfum, ekki láta vaða yfir þig. Það er einn þannig gaur í vinnunni og hann hreinlega “biður um” að vera lagður í einelti (greyið er althyglissjúkt) en hann svarar ekki fyrir sig (erum að reyna kenna honum það núna)
3. ef hreinlega er ráðist á þig, þú laminn í klessu vegna þess að þú ert öðruvísi, ekki hika við að segja frá, jafnvel kæra. Þá ertu látinn í friði.
4. ef þú tekur eftir því að eitthvað sem þú gerir fer í taugarnar á fólki í kringum þig, ekki gera það í návist þeirra. Geymdu þína gullmola fyrir þá sem þú kannt við og eiga félagskap þinn skilinn.
En þó mikilvægast af öllu er að verða sáttur við sjálfann sig. Ef þú ert sáttur við þig, þá getur þú gert grín af sjálfum þér, tekið gríni og ert því minna “útúrstandandi”(Eineltari: Þú ert feitur. Þú: já, ég er feitur, og er bara nokkuð sáttur eins og ég er. Það er <b>EKKERT comeback við þessu</b>)
Og eitt að lokum, einelti er vanþroski, ef þú ert alltaf að stríða einhverjum, gerðu honum þá grein fyrir því að þú meinir ekkert með því, oft breytir það miklu.
Eitt sem ég lenti í um daginn, ég var bara að labba niður laugarveginn og rakst á gaur sem hafði strítt mér soldið í grunnskóla og hann sagði soldið sem kom mér á óvart, “Fyrirgefðu fyrir allt þetta sem ég gerði þér, ég sé rosalega eftir þessu”
Þó þetta sé nú ekki mikið, þá skipti þetta alveg rosalegu máli fyrir mig.
Þannig ef “þú” hefur lagt einhvern í einelti, þá mæli ég með því að hafa uppá viðkomandi og biðjast afsökunnar, það getur skipt máli og kostar ekki krónu.
eitt í viðbót, skop og einelti er ekki það sama. Það fer ekki eftir hver á í hlut eða eitthvað þannig, það fer eftir því hvernig viðkomandi tekur því. Allavega, ofbeldi er ekki málið og stay black.
kv.<br><br><font face=“Arial” size=“2”><font color=“#808080”>Valur </font><font color=“#FF0000”> | </font><font color=“#808080”></font><a href=“mailto:valur@hamstur.is”><font color=“#808080”>valur@hamstur.is</font></a><font color=“#808080”></font><font color=“#FF0000”> | </font><font color=“#808080”></font><a href="
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=valligu&syna=msg“><font color=”#808080">Sendu mér skilaboð</font></a></font