Auðvitað er hægt að framleiða vörurnar ódýrar per eintak heldur en Apple rukka per eintak.
En framleiðslukostnaður er ekki eini kostnaðurinn.
Tækni er eins og t.d. bækur.
Ef rithöfundur t.a.m. eyðir fullt af tíma í að vanda sig við að skrifa bók, og gefur hana síðan út sjálfur og selur hana á t.a.m. 1000 kr. Það kannski kostar hann 500kr per eintak að prenta og dreifa hverju eintaki og hann getur notað restina til að borga sér laun fyrir vinnuna og tíman sem fór í að skrifa bókina.
Síðan gæti einhverjum dottið í hug að kaupa eintak af bókinni, pikkað hana inn í tölvuna sína á miklu styttri tíma heldur en að höfundurinn eyddi í að semja og skrifa bókina. Hann gæti síðan gert það sama og höfundurinn: látið prenta hana fyrir 500 kr. per eintak og þá getur hann selt hana fyrir 600 kall og samt grætt fullt, því að hann eyddi miklu minni tíma heldur en höfundurinn gerði.
Til þess að koma í veg fyrir að fólk geri svona með bækur (eða tónlist og fleira) eru höfundarréttarlög. Þau eru til þess að vernda fjárfestingu (þ.e.a.s. tímanum sem hann eyddi) höfundarins í að skrifa bók.
Tækni er mjög svipuð að þessu leyti.
Það er ákveðinn þróunar- og hönnunarkostnaður (sem er eins og tíminn sem fer í að skrifa bók) og það er ákveðinn framleiðslu kostnaður (sem er eins og kostnaðurinn við að prenta bók)
Í staðin fyrir höfnudarréttarlög fyrir bækur eru einkaleifalög, sem eiga að vernda þá sem eyða tíma og fjármuni í hönnun og þróun.
Málsókn Apple gegn Samsung snýst í grundvallaratriðum um það að Apple hefur eytt tíma og fjármunum í að hanna og þróa vörunar og vilja meina að Samsung séu að nýta sér þá vinnu án þess að borga fyrir hana.
Það sem gerir þetta flókið er að það er mjög erfitt að sækja um einkaleifi fyrir mikið af því sem Apple hafa eytt tíma í að hanna og þróa,
Einkaleyfalög og höfundarréttarlög eru langt frá því að vera fullkomin og eru að mörgu leyti gölluð. En markmið þeirra er (eða var allavegana í upphafi) að vernda fjárfestestingar þeirra sem eyða tíma í að semja, þróa og hanna.
Mitt álit er að það sé sanngjarnt að Samsung greiði Apple einhverja summu (hvort að summan sé sanngjörn eða ekki hef ég ekki hugmynd um) vegna þess að þeir nýttu sér vinnu sem Apple fjárfestu í án þess að borga fyrir hana (eftir því sem ég veit best, ég hef svo sem ekki kynnt mér málið svo ýtarlega og gæti auðvitað haft rangt fyrir mér).
Hins vegar skil ég mjög vel að fólki finnist einkaleyfin sem voru notuð til grundvallar í dómsmálinu og önnur tæknileg atriði dómsmálsins, frekar vafasöm.
Einkaleyfalög eru náttúrulega alls ekki fullkomin, en ef maður spáir í því hvaða markmið þau hafa, þá virðist þetta hugsanlega vera sanngjarnt.