Hugi er með besta 'forum layout' sem ég hef nokkurtímann séð.
Hugi mun aldrei deyja svo lengi sem við gömlu hundarnir erum duglegir að pósta og svara. Það er ekkert dautt við huga. Kannski smá lægð miðað við 2008 þegar hugi var troll central en alls ekki dauður.
þetta er allt þessu helvítis facebook að kenna, núna er fólk hætt að blogga og hætt að nota spjall síður þannig að þá kynnist maður aldrei nýju fólki :(
Þeir eyða öllum athugasemdum sem þeir telja móðgandi eða gefa væglega í skyn einhverskonar leiðindi. Og spara ekki bannstigin að því er virðist.
Þetta skiptir mig nú litlu, en mig grunaði sterklega að drullupollurinn Hugi myndi ekki dafna í sterílu umhverfi.
Ég er bara orðinn svo vanur að vera á reddit núna. Öðru hvoru man ég að hugi er svona við það að lifna við og kíki aftur inn, sé að ekkert er í gangi og fer aftur. Verst að ég er svo mikill lurker í mér að ég er lítið að contributa.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..