getur einhver sagt mér nákvæmlega hvað þetta er.. hef heyrt að fólk sé að fara út til norðurlanda hreinlega að skemmta sér? hvernig "brautir" eru í boði og er maður orðinn of gamall fyrir þetta 20ára?
Ferð og gerir það sem þér þykir skemmtilegt.
Meginfókusarnir er ég nokkuð viss um að séu íþróttir og listir (þá fullt af undirgreinum, að sjálfsögðu.
Ert ekki of gamall 20 ára.
Ég skoðaði lýðháskóla í Svíþjóð mikið á sínum tíma og þar er aðallega boðið uppá íþróttir, listir og svo einhverja almenna braut fyrir þá sem vita ekki hvað þeir vilja gera :) Mér sýndist þar sumt (allavega listgreinarnar) vera sambærilegt við iðnnám á Íslandi en sumt var styttra og minna alvarlegt nám.
Oftast eru þetta heimavistaskólar og virðist vera mikið félagslíf. Svo þetta er svona eins og smá breik til að leika sér áður en maður fer út í alvöru nám :)
Það var einhver central síða fyrir öll norðurlöndin en ég man ekki hvað það var. Það er allavega síða fyrir Svíþjóð þar sem er hægt að fá allar upplýsingar og sækja um nám: www.studera.nu
Í Danmörku er talað um ca 18 - 28 ára, svo 20 virkar bara mjög vel, þar er þetta aðalega listir, tónlist íþróttir og útivist, en líka fullt af öðru. mæli algerlega með þessu, getur skoðað flottan skóla hér : http://www.brandbjerg.dk og síðan eru allir skólar í DK hér http://www.hojskolerne.dk/. þetta er í flestum tilfellum ekkert mjög alvarlegt nám og ég fór í Brandbjerg og var á Outdoor linje og við vorum bara í útilegum, kayak trjáklifri fórum ti Noregs og Austurríkis á skíði, Berlín í borgarferð, síðan er núna ferð til Barcelona á þessari önn, og þau voru á Jelling festival sem er önnur stæðsta músík hátíðin í DK á eftir Roskilde festival. venjulega er amk 1 partý á viku og þetta vaar heimavistarskóli svo að það er æði. þetta er frekar dýrt en allveg þess virði þetta var það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævini.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..