Jæja þá er strax kominn tími á næsta leik hjá okkur rugby iðkendum hérna á Íslandi eftir að hafa unnið áhöfnina á breska herskipinu HMS St. Albans 69-21 fyrr í maí.

Í þetta skiptið er það áhöfnin á franska herskipinu Monge sem mun spila við okkur, en leikurinn mun fara fram á sama velli og síðast eða við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði á mánudaginn 28 maí klukkan 17:00

Það kostar ekkert að mæta á völlinn og er um að gera fyrir alla að mæta og styðja við Rugby Ísland sem munu spila í appelsínugulu Kópavogstreyjunum.
Ég lofa frábærri skemmtun fyrir alla, óháð því hversu mikið eða lítið menn vita um íþróttina fyrir leikinn.

http://www.ruv.is/frett/islendingar-maeta-frokkum-i-rugby

https://www.facebook.com/events/236355866477899/

http://mbl.is/sport/frettir/2012/05/25/maeta_fronskum_sjolidum/