Fyrst og fremt langar mig að óska hugurum innilega til hamingju með nýja huga.is.



En þá að aðalmálinu.

Ég er ekki alveg viss hvort þetta er rétta áhugamála svæðið fyrir svon spurningu  en mig vantar leiðbendingar og upplýsingar varðandi með hvernig ég á að fara að því að græða hjá youtube.com.

En mér er víst sagt að ef ég leyfi auglýsingar þá á ég að fá einhverjar tekjur af því.  Ég er með mitt stillt þannig að ég leyfi auglýsingar með myndböndunum en ég hef ekki fengið eina krónu af því.

Ég bara kann ekkert á þetta og þarf því að fá svar frá vönum youtubara sem kann á þetta hvernig er besta leðiin til að fara að þessu að græða tekjur af youtube myndböndunum.

Ég er t.d með youtuberás sem er með svaka mikið áhorfstölur og finnst það skítt að fá ekkert fyrir það.  En ég vissi ekkert af þessu að það er hægt að græða á því að gera youtube myndbönd.



 Þið sem hafið ekkert vit á þessu vinsamlegast sleppið að svara mér!

Ég byðst innlegar afsökunnar ef ég setti þetta á vitlausan stað en ég veit bara ekkert hvar þetta á að vera.

Það vantar akkúrat youtube áhugamál þar sem fólk hefur örugglega gaman að deila sínu uppáhalds youtube myndböndum og skoða það og rökræða þau hér.  En annars vona ég að þetta sé ekkert mikið fyrir neinum hér.


Rosalega er hugi orðinn einfaldari og flottari núna.  Ég held að ég verð bara aftur fastagestur hér fyrst að ég er í IP-banni á annari spjallrás vegna þess að það þolir mig engin að ég sé þar.

En ég verð hér til friðs og verð ekki með læti hér. Svo hafið engar áhyggjur af tilverunni minni hér.

Ég kalla mig Tippakusk af því að youtube rásin mín heitir einmitt Tippakusk.  
Ég veit að þetta er kjánalegt nafn en kjánaleg nöfn draga jú mestu athyglina að sér ekki satt, hahaha.