Þú hefur mikið til máls að bera og já, maður getur verið fullkominn og samt hatar mann einhver, við kunnum jú misvel hvort við annað, kannski er ég bara of mikill einfeldningur til að skilja þetta til fulls, þ.e. þessa þrá til að vera vondur við einhvern óháð því hvort það er vísvitandi eður ei.
Finnst þér í alvörunni heimskulegt að geta ekki skilið afhverju einhverjum finnst í lagi að ráðast á þig án nokkurrar sýnilegrar ástæðu? Eins og ég sá og sé þetta enn þann dag í dag þá var þetta meira eins og hobbý, bara „Hey, það er enginn hérna til að stöðva okkur, lemjum stelpuna sem getur alveg barið frá sér en við erum fleiri. Þetta er allt í lagi, hennar orð á móti okkar“. Maður gat bara verið í sínum mestu makindum (eða þannig) að forðast ákveðna staði og fólk til að forðast það að þurfa að mæta andstæðingunum. Þau fundu samt alltaf einhverja leið. Og það var þannig. Alltaf. Svo var maður skíthræddur við að klaga því það gerði hlutina enn verri.
Stríð og einelti er ekki sami hluturinn, þú hlýtur að skilja það. Þegar einhver karl í jakkafötum skipar þér að skjóta þá gæti vel verið að þú skjótir óháð því að þú getir réttlætt það fyrir þér. (Mundu að fólk er ekki alltaf neytt til að taka þátt í stríði, margir fara af eigin sjálfsdáðun í herinn og vita hvað bíður þeirra). Ég veit samt ekki til þess að það hafi verið einhver kall í jakkafötum að skipa skólasystkinum mínum að vera fífl.
P.s; Persónulega þá held ég ekki að fólk geti farið í stríð og komið til baka sem heilar manneskjur nema það sé með lausa skrúfu, auðvitað getur það tekið fólk tíma að átta sig á hlutunum en ég trúi því að um leið og maður tekur líf án þess að langa neitt sérstaklega til þess þá hefur það áhrif á sálina um leið og maður tekur í gikkinn.
Ekki það samt að ég vilji meina að fólk geti annað hvort bara verið gott eða bara slæmt, það getur alveg verið bæði, spurning bara hvers vegna það velur að vera slæmt við ákveðna aðila.