Ég hef svosem ekki mikla reynslu af því að vera á Reading, fór í einn dag í fyrra en fór árið þar á undan á Leeds hátíðina sem er nákvæmlega sami pakki á öðrum stað. Þetta er svosem ósköp týpískur tónlistarhátíðarpakki. Ekkert spes aðstaða til neins, en alveg nóg til að það sé hægt að lifa af eina helgi. Tilbúni maturinn sem er til sölu er alveg rándýr miðað við að hann er í flestum tilfellum ekkert spes, þannig að það er örugglega hentugast að rölta bara í kjörbúð í staðinn.
Annars er aðal tipsið sem ég hef er að koma með stígvél.. það rignir í Englandi, og allt krappið verður að leðjubaði á nótæm. Samt kannski ekki alveg nógu mikið rokk að verað slamma í stígvélum..
Og eitt enn, þið skuluð ekki vera að pæla of lengi í að fara því að miðarnir á Reading verða bráðum uppseldir.. ég fékk mína í pósti í gær, mikil gleði ;-). Miðarnir á Leeds endast að ég held yfirleitt lengur.<br><br>——————————
- <a href="
http://hem.passagen.se/farbrorwilly/molinn/">Molinn gefur lífinu lit</a> (TM)