úpps, hérna er þetta
Ég er í reiðikasti og núna ætla ég að kvarta út í hugi.is. Áður en ég byrja þá vill ég segja að hugi.is er mjög góð síða sem er skemmtilegt að vera á, en það er ekki allt gott héran.
Hver á hugi.is. Vefstjóri og ritsjóri? Nei, það eru allir notendurnir. Þó við höfum aldrei keypt neitt í huga þá eiga allir huga hérna. Ef það væri ekki fyrir okkur þá gætu stjórnendurnir bara rifist við sjálfa sig. En einn af stjórnendunum er ekki að standa sig. Vefstjóri! Hann svarar aldrei pósti, aldrei nokkurn tímann. Það er asnalegt!
Ég vildi einu sinni verða stjórnandi á ákveðnu áhugamáli, körfuboltaáhugamálinu. Ég spurði hvernig maður yrði admin og fólk sagði mér bara að tala við vefstjóra. Ókei, ég sendi e-mail. Tvem til þrem vikum seinna kom ekkert bréf til baka. Ég hélt áfram að senda, no responce. Svo fór það að ég sendi vikulega en hann svaraði aldrei. Ég bað hann sérstaklega að svara mér ef svarið væri nei, þá þyrfti ég ekki að gera þetta. Ekkert svar. Svarar hann bara ákveðnu fólki, sumir eiga létt með að fá svar frá vefstjóra, aðrir eiga erfitt með það. Gæti þetta verið stéttaskipting. Að svara þeim sem hann þekkir betur til en þeim sem hann þekkir ekki, eða er ég bara að bulla, like always.
Margir aðrir hafa lent í þessu með vefstjóra. Kannski fær hann svo mikið af mail að hann geti ekki svarað þeim öllum. En fara 12 póstar fram hjá honum? Þetta fann ég á síðunni
“Vefstjóri
Unnar S. Bjarnason - vefstjori@hugi.is.
Vefstjóri ber ábyrgð á rekstri Hugi.is, keppnum, uppákomum, umsjónarmönnum, áhugamálum og auglýsingum.
Ef þú hefur áhuga á því að auglýsa beint á þinn markhóp hér á Hugi.is, hafðu þá samband.”
Þarna stendur umsjónarmönnum, og ekki hefur hann svarað mér, þannig að mér finnst hann bara alls ekki vera að standa sig. Hinsvegar ber ritsjóri bara ábyrgð á innsendu efni og held ég að hans starf sé aðeins léttara. Er einhver hérna sammála mér eða viljði kannski ekki segja neitt um vefstjóra?
Nú er ég í reiðikasti svo ekki taka fulla alvöru af þessu sem ég skrifa, því ég gæti skipt um skoðun.<br><br>Kv, ThorX
<a href="
http://kasmir.hugi.is/ThorX“> Kasmír síðan</a> mín var uppfærð sunnudaginn 26 maí 2002.
<B>Lord of the Rings</B>: Stutt umfjöllun um Tolkien og LotR.
<B>Che Guevara</B>: Maður sem getur haft áhrif á okkur öll.
<B>Hugarar</B>: Hverjir eru leiðinlegir og hverjir eru skemmtilegir.
<B>Körfubolti</B>: Íþrótt sem ég dýrka!
<B>Flottar Konur</B>: Ef þú ert karl er það skylda þín að skoða þetta.
<B>Survivor!!!</B>: Ég er ódrepanlegur Survivor fan.
<B>Hver er ég?</B>: Hver er ég í rauninni?
”Þrír geta þagað yfir leyndarmáli ef tveir þeirra eru dauðir" <i>B. Franklin </i