Núna í kvöld ákvað ég að kíkja á huga og rakst ég þá á áhugaverðan póst sem ég held að hafi verið beindur að mér.
Ekki er ég alveg með það á hreinu því að þessi “einhver” náði ekki notandanafninu réttu. Einhver hugarinn var víst óánægður með ákvörðun mína að samþykkja greinina hans ekki. Það kom mér skemmtilega á óvart að þessum pósti var skellt á forsíðuna og eins og hverjum öðrum hugara sæmir ætla ég mér að svara þessum ásökunum.
Nr.1: Greinin var byggð að mínu mati á röngum upplýsingum. Hún var stutt, illa rökstudd og hræðilega stafsett. Ég er ekki beint með stafsetninguna upp á 10, en ég reyni. Hver einasti nörd sem stúderar leikjatölvur myndi vita það að greinin var röng, og aðeins toppurinn á ísjakanum eins og kanarnir myndu segja. Að auki var helmingurinn copy/paste. Höfundur vildi greinilega koma af stað rifrildum sem hafa verið tíð í þann stutta tíma sem áhugamálið hefur verið uppi. Hins vegar hefur þeim farið fækkandi og yfirleitt eru notendur ánægðir. Svo segir hann að allar greinarnar á Leikjatölvuáhugamálinu séu um einn og sama hlutinn út af ákvörðunum admina. En það er auðvitað rangt. Ég hef því miður fengið fáar Xbox greinar nýlega. Project Gotham: Racing (XBOX) greinin var samþykkt af mér. Ég fékk Xbox lánaða fyrir stuttu og að mínu mati er þetta fín tölva. Hvort að greinar séu samþykktar eða ekki fer eftir kröfum admina.
Nr.2. Engin admin getur neitað því að leikjatölvuáhugamálið sé eitt af uppáhaldsáhugamálum stigahóra og þess vegna er mikið af þeim könnunum sem við fáum hafnað þó svo að margar þeirra séu mjög góðar.
Ég man reyndar ekki neitt eftir þessari sem hann sendi inn, en hún hefur líklega tilheyrt “óskiljanleg og illa stafsett” hlutanum. Hann verður að koma því inn í hausinn á sér að ekkert samsæri sé í gangi gegn honum. Þetta hefur virkað svona hjá mér, ef könnun sé ófrumleg og hefur verið samþykkt áður þá sé ég engan tilgang við að samþykkja hana í annað eða þriðja skiptið.
Nr.3. Ef að höfundur sé með einhverja leikskólastæla og sýnir ókurteisi í póstinum sínum mun honum að sjálfsögðu vera eytt. Engin rök, bara bash og leiðindi á hvorki heima á greinayfirlitinu né á korki.
Það er engin ákveðin regla hvað kemst inn og hverju er eytt. Það verða adminar að meta sjálfir.
Þið veltið því líklega fyrir ykkur hvort ég hafi eitthvað á móti náunganum persónulega. Nei, auðvitað ekki. Ég hef kynnst mörgu fólki í gegnum áhugamálið og þó svo að við höfum ólíkar skoðanir kemur okkur mjög vel saman persónulega.
Ég vil slá botninn í þetta. Það er svolítið skrítið fyrir mig að pósta einhverju hérna, hef oftast verið hógvær utan leikjatölvuáhugamálsins.
Bæbæ…<br><br><i> Building the future and keeping the past alive are one and the same thing.
Snake-Kojima </i