Það vita allir að maður fær stig fyrir að skrá sig inn og senda inn greinar og áður fyrr fekk maður stig einnig fyrir að svara.
Auðvitað eru stigin tilgangslaus fyrir utan það að sjá hve virkur maður er á áhugamálinu.
Mér finnst hinns vegar að maður ætti ekki að fá stig, það á frekar að sjást hjá manni “255 posts” eða eitthvað svoleiðis.
Kannski meira detailed, eins og að sýna að “notandi hefur skrifað 5 greinar og svarað grein/pósti 355 sinnum”
Eða að hafa þetta eins og á forumplanet.com, þá er sýnt hve maður hefur oft póstað og líka hvaða “class” maður hefur náð.
T.d. fyrir Heroes of Might and magic foruminn byrjar maður sem “pikeman” og getur síðan unnið sig upp, þegar maður er kominn með um 20 pósts þá er maður orðinn “rogue” og með um 200 og eitthvað pósts þá er maður orðinn “Black dragon”kannski (öflugasta creaturið í leiknum).
Þetta er notað að ég veit á fleiri forum-um á netinu og mér þykir allavegana skemmtilegra að nota þetta en að sjá bara hve mörg stig maður er með.
Eða hvað finnst ykkur?<br><br>—————————
“Light thinks it travels faster than anything but it is wrong. No matter how fast light travels, it finds the darkness has always got there first, and is waiting for it.”
kv. demonz