Ég fatta ekki hvað þú meinar. Það þarf ekkert að þyngja refsilöggjöfina. Málið er að hún er ekki nýtt til fullnustu. Finnst þér rétt að maður sem hefur haft samfarir við 7 ára barn fái 18 mánuði, laus eftir 12? Dómar fyrir morð finnst mér ættu að vera lengri en fyrir nauðganir, annars fara þeir bara að kála fórnarlömbunum til að nást síður vegna þess að þeir fá hvort sem er sama dóm. Ekki nema þeir fengju nauðgun og morð, 16+16.
Hins vegar má eitthvað á milli vera. Ég vildi alla vega gjarnan sjá menn fara inn í svona 5-10 ár fyrir nauðganir og barnamisnotkun. Morðingjar fá yfirleitt ekki 12 ár heldur yfirleitt 16 nema þeir eigi einhverjar málsbætur, t.d. ekki morð af yfirlögðu ráði heldur slagsmál sem einhver dó í eða þannig. Það bætir ekkert að setja morðingja neitt lengur inn. Ég sá einhvern þátt um fangelsi í USA um daginn og þeir töluðu við einhvern gamlan karl sem hafði verið í Alcatraz. Hann hafði losnað út fimmtugur og var orðinn áttræður og hafði ekki lent í neinum glæpum en hann hélt nú ekki að fangelsi hefði bætt hann neitt, þetta hefði bara elst af honum. Ég held að það sé nefnilega yfirleitt raunin. Maður sem er í vandræðum, dópi, slagsmálum og lendir í að drepa einhvern, hann er búinn að eldast um 10 ár í steininum og er yfirleitt til friðs þegar hann kemur út. Kynferðisafbrotamenn eru hins vegar erfiðari vegna þess að fyrir þeim er þetta þörf. Kynþörf annarra beinist að því að stunda kynlíf með einhverjum sem er því samþykkur en þeirra kynþörf beinist að því að nauðga börnum eða fullorðnum.