Þetta er nákvæmlega það sem mér var sent, nema það hafði bara verið þýtt:
“Vefsíða, sem tókst að láta hverfa (loka) fyrir ca. einu ári, er núna greinilega komin aftur. Við SKULUM fá þessa heimasíðu burtu enn þá einusinni enn! Japani í New York elur upp og selur ketti, sem kallast BONSAI CATS. Þetta hljómar þó nokkuð flott, ef til vill, ef það hefði ekki verið vegna þess, að þessir kettir, sem hafa fengið vöðvaafslappandi lyf eru settir inn í flösku, og eru lokaðir inni í flöskunni alla ævi!! Kettirnir eru fóðraðir í gegnum rör og hafa litla slöngu fyrir þvag og saur. Beinabygging kattarins breytist, þegar hann stækkar, og tekur form flöskunnar. Kettirnir geta ekki teygt úr sér. Þeir verða notaðir sem skrautmunir. Þessi viðbjóður er síðasta trend i New York, Kína, Indónesíu og Nýja Sjálandi.Ef þú hefur þrek til, þá geturðu kíkt á www.bonsaikitten.com/bkmethod.html eða skoðað aðferðir við stinga kettlingum í flösku. Mótmælalistinn verður að hafa 500 undirskriftir, vertu svo væn(n) að afrita (skapa sem sagt nytt mail og skrifa nafn þitt neðst) og senda til ALLRA, sem þið þekkið. Ef þið sjáið, að listinn hefur náð 500 nöfnum, sendið hann þá, þ. e. þetta mail til: anacheca@hotmail.com Lise-Lotte Nilsson”
Fyrir neðan var svo listi með 446 nöfnum :)
Hvað ég hló mig máttlausann að þessu… sérstaklega skilaboðunum sem þeir hjá Bonsai höfðu fengið.