Ætlið þið virkilega að láta smá kulda og vind halda ykkur inni? Hugsið þetta bara svona:
Kuldinn er bara orkulágt ástand, svo að mólekúlurnar í loftinu í kringum líkama ykkar titra ekki jafn ört og ykkur þætti notalegt. Líkami ykkar heldur alltaf sínum ca. 37° og þið hafið engu að tapa.
“Hverju heeef ééég að taaaaapa?”
Vindurinn er í raun bara þrýstingsmunur í gufuhvolfinu og er það náttúrulegasta í heimi. Ef ekki væri fyrir þessar loftþrýstingsbreytingar væri engin hreyfing á loftinu og við myndum öll kafna í okkar eigin koltvísýringi.
Verið ánægð með það sem þið hafið…
…DRULLIÐ YKKUR ÚT!!!!!!!!!!!!!