Fáránlegt að fólk segir að svartur og hvítur séu ekki litir. Semsagt ef maður á hvítan(eða svartan) bíl og einhver spyr mann “Hvernig er bíllinn þinn á litinn” á maður þá að svara “Það er enginn litur á honum” eða “Hann er litlaus” ?
Svartur er vöntun á lit, þ.e þegar eitthvað er svart á “litinn” vantar lit í það. Prufaðu að loka augunum og sjáðu ;)<br><br>And death will come on wings of song, a song of long and winding guile, and in the end your end i wend, and in the end a harp will smile
Það stendur líka í biblíunni og það sem stendur þar er satt.<br><br><hr><p align=“right”> <i> Vits er þörf þeim er víða ratar; dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr. <br>Hávamál</i> <img src="http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg"></p
þú getur búið til alla sjáanlega liti með því að blanda saman mismiklum styrkleika af rauðu grænu og bláu ljósi. Ef styrkleiki af þessum litum er sá sami ert þú með svarthvíta liti. Því minni styrkleikur því dekkri er liturinn. Svartur litur er búinn til með því að sleppa öllum litum alveg. Hvítur með því að hafa styrkleika allra lita jafnan og sem hæstan.
Litir sem fólk málar með eru ekki hreinir litir, þeir eru blandaðir og því þarf að blanda þeim á annann hátt en hreinum litum. En ef þú færð hvítan lit út veistu að styrkleiki allra grunnlita er jafn í blöndunni.
Svartur litur er úr efni sem endurkastar ekki miklu ljósi, því dekkri sem litablandan er því meira því minna ljósi endurkastað.
Hvítur er því litur (litir) en ekki svartur.(ekkert ljós)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..