Já nú er vorið að koma og oft kemur sumarið eftir vori. Með sumri kemur frí og með fríi kemur tími.
Nú er önninni að ljúka í MK, aðeins 3 heilir dagar eftir að auki 3 próf og þá, 7. maí ef nánar í það er farð, er sumarfríið. Ég hafði hugsað mér að vinna í sumar en útaf bakmeiðslum verður það einhvað af skornum skammti en það merkir mikill frítími.
Margir muna kanski eftir póstum mínum sem voru kallaðir “Nöldur dagsins”, þeir póstar komu fyrst daglega og voru oft mikið skoðaðir en áhugi minn á því nöldri dalaði og loks hætti ég að skrifa þessa pósta.
En núna er að vora eins og ég var búin að nefna og tíminn virðist vera að fara í aukanna. Þessvegna ætla ég að byrja á nýrri seríu, hún verður titluð “Það sem sbs þolir ekki”, þessi sería verður ekki dagleg, ekki vikuleg, ekki einu sinni mánaðarleg, nei, hún verður uppfærð hvenær sem ég nenni. Kanski einu sinni á viku, kanski tvisvar sinnum á dag.
En þó að nafnið bendi til þess að þetta verði eitthvað algert nöldur þá er að ekki rétt. Jú, oft verður nöldrað og þá nöldrað mikið og vel en þetta verða aðalega pistlar um einhvað sem ég hef að segja, miskemmtilegt án efa.
Ég vil enda þetta með að óska öllum gleðilegs nýs vors og vona að allir séu jafn hamingjusamir og einhver mjög hamingjusamur er núna.<br><br><a href="http://www.sbs.is/“><img border=”0“ src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?kt=090285-2119&myndnafn=sbsundir.gif"></a