Þessi “húsleit” var ekki húsleit í einkahús heldur voru opinberir starfsmenn að skoða búðina. Svipað og þegar verðlagseftirlit kemur í búðir og kannar vöruverð. Mér finnst ekkert að því.
Annars finnst mér forræðishyggja ekki alltaf vera svo slæm. Hvað er að því að borða kókópöffs en ekki kókópöffs sem inniheldur eitthvað efni sem á greinilega að vera ólöglegt? Nægir ekki venjulegt kókópöffs?
Í fullkomnum heimi væri allt löglegt en bara með merkimiðum sem fræða þig aðeins um vöruna, benda þér á að þetta sé óæskilegt. En við vitum alveg að hagsmunaaðilar eru ekkert að fara að gefast upp þegar það kemur að merkingum, enda endar allt á því að fara í smáa letrið á bakhliðini, á hollensku og á hvolfi í þokkabót.
Horfðu bara á Bandaríkin, heldurðu að feita fólkið lesi alltaf innihaldslýsingarnar í Reese's Puffs morgunkorninu þeirra?