“18. gr.
Hæfi dyravarða.
Enginn getur gegnt dyravörslu nema þeir sem lögreglustjóri samþykkir.
Dyraverðir skulu fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum:
a)
Vera að minnsta kosti 20 ára
b)
Hafa ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot. Leggja skal fram sakavottorð því til staðfestu. Erlendir ríkisborgarar skulu leggja fram sakavottorð frá sínu heimalandi.
Lögreglustjóri metur að öðru leyti hverjir teljist hæfir til að gegna dyravörslu.
Ríkislögreglustjóra er heimilt að kveða á um að enginn skuli gegna dyravörslu nema hann hafi lokið viðurkenndu námskeiði fyrir dyraverði. Ríkislögreglustjóri getur sett nánari reglur um efni slíkra námskeiða og kveðið nánar á um hæfisskilyrði dyravarða.”
Lög 585/2007
Umsókn til lögreglustjóra:
http://logreglan.is/upload/files/Umsókn%20um%20að%20fá%20að%20starfa%20sem%20dyravörður.pdfNámskeið(hefst næst 13. febrúar):
http://www.facebook.com/events/209666552460965/