Setti þetta inn sem greinarsvar fyrir nokkru en fékk engin viðbrögð þannig að ég legg þetta fyrir ykkur núna til að athuga hvað þið hafið að segja.


Hvort kom á undan; Hænan eða eggið? (rökstuðningur)

Ef litið er á málið frá þeim grundvelli að guð sé ekki til þá er líklegra að eggið hafi komið fyrst. Það dreg ég af því að þróunin gangi þannig að eitthvað hafi eignast egg sem eignaðist egg sem eignaðist egg sem varð svo að hænunni sem við þekkjum í dag.

En ef svo er reiknað með því ólíklega að guð sé til þá er líklegra að hænan hafi komið fyrst. Ef við hugsum sem svo að einhver kall sitji einhvers staðar og ákveði. Heimska fólkið þarf að fá sitt prótein. Þannig að hann gerir eitt stykki hænu sem virkar svona svakalega vel og hann ákveður að fara bara út í fjöldaframleiðslu.

En glöggir lesendur átta sig á því að í þessum stutta pistli mínum hef ég ekki bara svarað þessari ævafornu spurningu heldur hef ég líka afsannað tilveru guðs. Vegna þess að eins og allir vita þá er hænan komin af einhverju öðru dýri samkvæmt þróunarkenningunni, sem eins og flestir vita er að minnsta kosti nokkuð nálægt sannleikanum.

Ekki slæmt dagsverk.
<br><br>Afsakið löngu orðin