Það er frekar ólíklegt að vinna stórt á skafmiða, en það kemur þó fyrir. Ef þú skoðar töluna nánar, þ.e. 1:500.000 er ljóst að jafnvel þó að allir íslendingar 18 ára og eldri (~240.000 manns) keyptu sér tvo skafmiða gæti sú staða komið upp að enginn ynni stærsta vinninginn.
Auðvitað mjög ólíklegt að vinna stórt, en þetta er náttúrulega yfir mjög langan tíma sem sumir skafmiðar eru, eins og t.d. launamiðinn, hann er búinn að vera í gangi í a.m.k 10 ár og aðalvinningurinn alltaf sá sami.
Alltaf ákveðinn hópur fólks sem kaupir þetta mjög reglulega, kannski daglega eða svo þannig að ég held að það sé ekkert svo fjarri lagi að segja að hálf milljón “Launamiða” hafi verið seld.
Ég gerði mér einusinni leik að því að reikna út hvað þessi fyrirtæki græða sjúkt á þessu. Man ekki nákvæmlega hvernig þetta var en það voru minnir mig alveg 6 millur í vinning á móti 80 millum í sölu á x mörgum miðum.
Bætt við 15. desember 2011 - 13:12 Af happaþrennum þá.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..