Huglægt mat á líkum ákveðins einstaks atburðar er yfirleitt byggt á líkum nauðsynlegra og nægjanlegra skilyrða hans, sem eru greindar út frá sambærilegum tilfellum. Í þessu tilviki sagði hann að ef ég myndi saka hann um nauðgun í þessum samræðum (eða miðað við að hann muni ekki eftir slíkum atburði, ég veit ekki hvaða “aðstæður” hann á við) væri það næsta ómögulega satt, og ég er sammála, því ég væri þá líklega að því til að benda á að hver sem er gæti lagt fram þessa ásökun.
Slíkar ásakanir eru ekki sambærilegar við ákærur, því kærendur vita að þeir þurfa að standa undir sönnunarbyrði. Ef sú sönnunarbyrði er fjarlægð eða minnkuð, eins og sumir virðast núna berjast fyrir, minnkar hins vegar munurinn á dæmaupphrópuninni minni og ákærum. Það myndi aftur hafa áhrif á tölfræðina og eflaust minnka hlutfall sekra af ákærðum, og það sem verra er, hækka hlutfall saklausra af dæmdum. Fyrir þessu virðist ríkja einhver blindni meðal gagnrýnenda núverandi sönnunarbyrði.
Þetta svar er ekkert sérstaklega til þín, annað en þetta: það er ósamræmi í gæsalappanotkuninni þinni.