Heimilislæknar skrifa upp á þunglyndislyf en það fer alveg eftir læknum hvort þeir vilja það eða ekki. Enginn læknir ætti að skrifa upp á lyf nema eftir ítarlegt viðtal og að ráðfæra sig við sálfræðing eða geðlækni.
Geðlyf laga ekki undirliggjandi vanda heldur gerir viðkomandi auðveldara kleift að takast á við einkennin og vinna úr þeim. Þunglyndislyf eru ávanabindandi og valda ýmsum leiðinlegum aukaverkunum og maður ætti að reyna að sleppa við þau. Best væri að tala við sálfræðing og fá annars konar meðferð og ákveða svo hvort taka eigi þunglyndislyf með.
Þar sem erfitt er að komast til sálfræðings nema þú búir í Reykjavík getur hins vegar verið auðveldara að taka bara þunglyndislyf en það ætti aldrei að gera nema nema raunveruleg þörf er á því.
Þunglyndislyf og önnur geðlyf deyfa bara einkenni en láta þau ekki hverfa og þegar lyfjatöku er hætt (sem gerist alltaf á endanum því þetta eru ekki lyf til að taka að staðaldri) þá eru miklar líkur á “falli” og lenda í sömu vandræðum og voru í upphafi. Sálfræðimeðferð eykur verulega líkurnar á að detta ekki oní sama farið aftur.
Shadows will never see the sun