Fékk þetta á mailinu, á ekki orð !
Þvottavél fyrir hreinan þvott….
ÉG keypti þvottavél frá Heklu í desember árið 2000. Hálfu ári seinna bilaði vélin svo að ég hringdi í Heklu og skýrði þeim frá biluninni og þeir sendu viðgerðarmann. Þegar búið var að gera við vélina var mér gert að greiða 7000 kr. fyrir viðgerðina. Ég benti honum vinsamlega á að vélin væri í ábyrgð og hann rauk út í fússi og sagði mér að hafa samband við yfirmann fyrirtækisins sem ég gerði. Þá var mér tjáð að það
hefði fundist vottur af sandi í vélinni og það væri minn skaði. Ég benti honum á að oft væri einhver snadur sem hluti af óhreinindunum í fötum barna sem væru úti að leika sér og þannig hefði það komist í vélina, en vélin ætti jafnframt að þola það þar sem þetta tæki væri til að þess að þvo óhreinar flíkur. Þá
tjáði þessi maður mér að að þær þvottavélar sem þeir selja væru ekki til þess að þvo óhreinan þvott og ef ég ætlaði að nota vélina þá ætti ég fyrst að þvo þvottinn í höndunum og síðan gæti ég notað vélina. Ég hef greinilega gleymt að lesa smáaletrið þegar ég keypti vélina. Ég er ekki búin að greiða reikninginn, en þeir hjá Heklu eru búnir að senda hann í
innheimtu .
Ég mæli með því að fólk spyrjist fyrir um þau heimilistæki sem það hyggst kaupa áður en fest eru kaup á þeim.
Mér finnst þetta frábært er rétt er! Og að sjálfsögðu til skammar fyrir Heklu….
<br><br><b>Kv. EstHer</b> <img src="http://www.freakygamers.com/smilies/s2/contrib/blackeye/lol.gif“>
– Sendu mér <a href=”http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=EstHerP&syna=msg“>skilaboð</a> eða <a href=”mailto:esther1@simnet.is">e-mail</a> –
Kv. EstHer