Það var ekki ég, en finnst það svosem bara ágætt. Þetta eru ekki rökræður, þetta er væl um hve skoðanir mínar gilda og skipta meira máli en skoðanir þínar.
Þetta var samt líklegast virkasti þráður í einhverja mánuði. :(
“væl um hve skoðanir mínar gilda og skipta meira máli en skoðanir þínar” —- what? S.s. með að kalla eitthvað “væl” ertu búinn að “sýna fram á” að þetta séu ekki rökræður. “Samræður um hvort einar skoðanir eru gildari en aðrar” er frekar skotheld skilgreining á rökræðum, að kalla það “væl” (hvernig skilgreinirðu væl?) breytir engu um það. Hvað kallarðu rökræður?
Það er smá eins og stjórnendur vilji sjá huga dauðann at this point. Við verðum að horfast í augu við veruleikann og átta okkur á því að ef við viljum fá alvöru heitar umræður aftur þurfum við að vera að taka á málefnunum sem kveikja í fólki, þ.e.a.s. stjórnmál, trúmál, feminismi og nationalismi.
Ég verð nú bara að krefjast þess að fá útskýringu á því af hverju “Ertu femínisti?” var eytt. Og ef hún er ekki góð ætti stjórnandanum sem eyddi þræðinum að vera sparkað. Þetta er gjörsamlega fáránlegt.
Það er frekar óþægilegt að það sé engin leið fyrir meðstjórnendur, yfirstjórnendur eða bara einhvern annan en Vefstjóra að sjá hver eyðir þræðir. Þessi síða má ekki við miklum eyðingum eins og staðan er.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..