Aðlagast menningunni á Íslandi? Ég held nú ekki að það sé nein ákveðið “íslensk menning” sem hægt sé að setja í kassa.
Jú, vinsamlegast segðu þetta ekki aftur.
Að leyfa þeim ekki að byggja mosku fyrir sinn eigin pening ef þeir svo kjósa er ekki bara gróft mannréttindabrot heldur líka óþarfa dónaskapur.
Já, af því að múslimar ráðast einmitt ekki gegn hverjum þeim sem “brýtur” á rétti þeirra og sýnir þeim dónaskap. Ég minni á dæmið mitt um manninn í Danmörku sem enn er hundeltur af múslimum fyrir nokkrar skrípamyndir.
Þú talar um að Íslam séu ekki trúabrögð friðar. Nei, það er margt til í því. En er Kristni það?
Hvenær minntist ég á kristni?
Það er augljóst að trúabrögðunum getur ekki algjörlega verið kennt um ofbeldið í kringum Íslam því þá væru kristnir alveg jafn tengdir við ofbeldi og múslimar.
Við höfum vaxið upp úr okkar trúarbragði að mestu leyti, þ.e. kristni. Múslimar hafa ekki gert það - enda sést það á því hversu alvarlega múslimar taka trúnni. 9 af hverjum 10 Íslendingum eru kristnir, en mikið færri en það taka trúnni alvarlega.
Það er alls ekkert nauðsynlegt að ofbeldi fylgi múslimum.
Auðvitað er það ekki nauðsynlegt, hvenær var ég að alhæfa að hver og einn einasti múslimi beitti ofbeldi?
Mér nægir að benda á linkinn í þráð Paze.
Á hinn bóginn er marga trúarhópa að finna sem er jafn vel auðvelt að tengja við kúgun og ofbeldi.
Ég sagði aldrei að múslimar væri eini ofbeldisfulli trúarhópurinn.
Ef þú vilt banna múslimum að flytja til Íslands þá verðurðu að athuga að þá myndirðu banna fólki alveg frá Dave Chappelle og Mos Def yfir í Malcom X og Muhammad Ali, yfir í Rumi að flytja hingað.
Ef ég er sannfærður um að þeir sem þú nefndir séu ofbeldisfullir að meirihluta, þá já, ég myndi vilja meina þeim inngöngu.
Engaging in crime: Muslims are only 4 percent of Denmark's 5.4 million people but make up a majority of the country's convicted rapists, an especially combustible issue given that practically all the female victims are non-Muslim. Similar, if lesser, disproportions are found in other crimes.
Af þessu er augljóst að það er ekki það að vera frá mið-asískum uppruna sem gerir fólk svona ofbeldisfullt. Eða viltu meina að mið-asískir menn séu ofbeldisfyllri að eðlisfari?
Ég myndi telja að vandamálin í sambandi við múslimska innflytjendur í Evrópu hafi meira með það að gera hvernig er tekið á þeim þegar þeir flytja hingað. Það skapar helstu vandamálin að reyna ekki að samlaga þau samfélaginu. Fólk hefur þörf fyrir það að tilheyra hópi og þegar landið sem þau flytja í gerir ekkert til að bjóða þau velkomin verða þau að mynda sína eigin menningu sem veldur ákveðnum aðskilnaði og tilfinningaleysi gagnvart landinu og þjóðinni sem er bætt um með trúnni.
Þessi rök eru frekar væg, þ.e. ég gæti sagst vera ósammála þér og við yrðum láta þar kyrrt við liggja. Það gæti verið eitthvað til í þessu hjá þér, en það er erfitt að skera úr um hvort svo sé.