Þá er verkefni framtíðarinnar að finna umhverfisvænan, helst endurnýjanlegan orkugjafa til þess að framleiða vetni.
Nei, vetni er ekki einu sinni semí-ágæt leið til að geyma orku, hvað þá fyrir bíla.
Hvaða orkugjafi væri besti kosturinn í dag miðað við núverandi tækni?
Svarið er í rauninni “fuck-all”, það er ekkert sem að getur einu sinni borist saman við orkuna sem við fáum úr takmörkuðum gas og olíuauðlindum Jarðarinnar.
Það er ekki heldur ‘universal’ besti kostur til staðar, t.d. geta flest hús í Flórída séð sér fyrir sínu eigin rafmagni með sólartöflum á þaki en hús svo stutta vegalengd (heimslega séð) norður og í Georgíu gætu það ekki nema mjög takmarkaðan hluta úr árinu.
Sjávarfallsvirkjanir myndu virka fyrir sveitarfélög sem liggja að sjónum og hafa gríðarlega háan mismun á flóði og fjöru (~9-13m minnir mig, hér á Íslandi er það um 5-7m) til að það sé raunsæ fjárfesting, fallvatn er hentuglega virkjanlegt á
mjög fáum stöðum í heiminum og til þess að virkja þau fyrir heimilisnotkun þarftu stórt uppistöðulón og fórnar við það ákveðinni náttúru.
Er eitthvað sem stoppar okkur í að framleiða vetni með þeim aðferðum annað en kannski pólítískur vilji?
Já, vetni er ógeðslega óhentug leið til þess að geyma orku og það tapast umtalsverð orka við ferlið.
Ef þú nýttir t.d. metan og ætlaðir að geyma orkuna í vetni fyrir bifreiðar
myndirðu missa 40% af orkunni við framleiðsluna og dreifinguna á vetninu ef þú notar kælingu,
20% ef að þú notaðir örugga stálþrýstitanka sem að geta geymt vetni, en þeir vega 65x meira en vetnið sem þeir geta geymt en það er massíft vandamál og ótrúlega óhagkvæmt.
Cliff notes: Vetni er ekki framtíðin. Við getum ekki haldið uppi lifnaðarháttum okkar án þess að brenna svínslega mikið af olíu og gasi.